Jóna Arnfríður Imsland 

Fædd 1960 á Höfn í Hornafirði
Búsett að Hverfisgötu 30 í Hafnarfirði.
Vinnustofan ALLT Í ÖLLU á sama stað. https://www.alltiollu.is            
Sími +354 8670011
Email alltiollu@alltiollu.is og jimsland@islandia.is

Ég er fædd og uppalin umkringd Atlantshafinu, stærsta jökli Evrópu, fegursta fjallahring, svörtum sandfjörum og fjörðum fullum af eyjum og skerjum. Ég geri fastlega ráð fyrir að uppeldi þessara stórvelda og þess agnar smáa í náttúrunni hafi mótað mig og flest það sem ég geri.
Ég vinn ekki sérstaklega meðvitað undir þessum áhrifum heldur eru þessi áhrif partur af mér. Þau eru í genunum og þau eru blá á litin.
Uppeldið og arfur frá foreldrum mínum er hinsvegar í sterkum jarðarlitum.