Dagur þrjú með heimasíðu 🙂 Já ég er mjög ánægð með að þetta tókst loksins.
Þá er búið að laga nokkra vankanta sem voru á síðunni og það er https://vefsmidja.is Tölvuaðstoð allt að þakka.
Ég get algjörlega mælt með aðstoð þaðan <3
Það er mjög trúlegt (eða öruggt) að ég eigi eftir að fá meiri aðstoð þaðan því ég er algjör jómfrú í heimasíðu heiminum og man heldur ekki allt í fyrstu tilraun.
Það er annars gaman að setja inn myndir og ég er varla byrjuð á því miðað við hvað ég á mikið af þeim. En róleg þær fara nú ekki allar hér inn. Svo er aldrei að vita hvað ég finn af myndum því ég verð að viðurkenna að skipulagt utanumhald er í molum hjá mér og það eru sko engir konfektmolar.
Svo er það gleymskan, ég hef svo oft gleymt að taka myndir af því sem ég geri.