Jæja jæja, þá er að hefjast ferilinn sem heimasíðu eigandi og kannski bloggari líka. Það verða nú ekki daglegar færslur eða um daglegar athafnir lífsins en ég veit svo sem ekki um hvað ég skrifa, það verður bara að koma í ljós.
Þetta að koma upp heimasíðu er búið að vera nokkurra ára þrautaganga með ýmsum verkefnum lífsins inn á milli sem hafa þurft sinn tíma og ég sem hélt að þetta yrði hrist fram úr erminni. Ég er aðeins byrjuð að setja inn myndir en er alls ekki full numa í neinu viðkomandi heimasíðunni svo það kemur örugglega eitthvað út öðruvísi en ég hugsaði það.
Áður en lengra er haldið þá langar mig að þakka Atla systursyni/“fóstursyni“ mínum fyrir lógóið mitt sem ég er mjög ánægð með <3